Hvaða síma á ég að fá mér?

Ég er búinn að eiga sama farsímann í tvö ár. Þetta hefur aldrei gerst fyrr eða síðar. K750 er frábær sími og það er ekki margt sem nýju símarnir gera fyrir mig. EDGE er jú næs, mun meiri hraði til að vafra um netið og senda MMS og 3 eða 5 Megapixla kamerur eru líka næs, en þegar maður fer að borga sinn eigin símareikning, er GPRS og EDGE verðskrá Símans RÁN í dagsljósi og hefur þar að auki ekki verið endurskoðuð síðan í júní 2005, þannig að ég reyni að nota GPRS eins lítið og ég get. Það breytist líka afstaðan þegar maður þarf skyndilega að borga fyrir símana sína sjálfur.
Þannig að K750 hefur dugað mér vel. En núna langar mig í nýjan síma.
Ég er búinn að ákveða hvaða atriði skipta mestu máli:

3G
Flottur
Flott viðmót
Verður að geta tengst Makka fyrir sync og módem samskipti
Verður að hafa möguleika á að slá inn séríslenska stafi

Hér áður fyrr hefði valið verið sára einfalt: Sony Ericsson. Gallinn er, að mér fynnst þeir símar ekki eins sexy og þeir hafa alltaf verið. Ég sakna daganna þegar símarnir urðu klassískir um leið og þeir komu á markað, eins og Sony Ericsson T610 síminn.
Núna eru Nokia að klifra upp stigann með mjög flottum símum og þeir virðast hafa komist fyrir mest af þeim vandræðum sem hrjáðu eldri símana, ég hef ekki náð að leika mér mikið með þá nýjustu, en þetta litla sem ég hef leikið mér með þá, þá líta þeir vel út. Útlitið á símunum þeirra í ár hefur líka batnað mikið.
Motorola búa til fallegt hardware, en þeir ættu að gera miklar breytingar á hugbúnaðardeildinni.
Sama á við um Samsung. Mjög fallegir símar, en það vantar alltaf eitthvað upp á í hugbúnaði og stuðningi við allskyns ku´l þjónustur sem gera mér kleift að gera símanördalega hluti.
iPhone kemur ekki fyrr en í lok árs og eins og staðan er, er ekkert vitað hvort hann verði 3G í Evrópu eða ekki. Mér fyndist reyndar heimskulegt ef svo yrði ekki.

Þannig að valið stendur um Sony Ericsson eða Nokia síma. Spurningin er bara hvaða sími stendur upp úr og hef ég eitthvað að gera við hann?

Settu inn komment ef þú hefur einhverjar tillögur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"en þegar maður fer að borga sinn eigin símareikning, er GPRS og EDGE verðskrá Símans RÁN í dagsljósi og hefur þar að auki ekki verið endurskoðuð síðan í júní 2005, þannig að ég reyni að nota GPRS eins lítið og ég get. Það breytist líka afstaðan þegar maður þarf skyndilega að borga fyrir símana sína sjálfur."

HAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!! Velkominn í veröld venjulega mannsins, mannsins sem vinnur ekki hjá Símanum með ótakmarkaðan GSM reikning greiddan af vinnuveitanda (sjálfum Símanum). Ég skildi aldrei að ekki væru gerðar athugasemdir við tugþúsunda reikninga hjá þér, en það er ágætt að þú sérð núna ljósið og tekur jafnvel undir sjónarmið okkar hinna. Hve oft sögðum við þetta ekki við þig þegar þú varst á GSM/GPRS/MMS fyllerí í Vestmannaeyjum eða tengdist á MSN í gegnum GPRS frá USA????

Frank M. Michelsen (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 15:46

2 Smámynd: Guðjón Pétursson

Þetta var nú mest allt innanhússkostnaður, úr einum vasa yfir í annan. Auk þess sem það er nauðsynlegt að þekkja þá þjónustu sem maður var að aðstoða fólk með.

Guðjón Pétursson, 8.4.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband